Dalsnes ehf er eignarhalds- og fasteignafélag sem á og rekur heildverslanir og önnur fasteignafélög. Hjá móðurfélaginu starfa 6 manns. Hjá samstæðunni í heild sinni starfa um 200 manns, flestir hjá Innnes. Innnes er með ítarlega og heildstæða stefnumörkun og vinnur eftir ISO vottuðu gæðakerfi. Unnið er að innleiðingu umhverfisstjórnunarkefi hjá Innnes og í skoðun er að fara í vottunarferli með rekstur stærstu fasteignarinnar í eigu Dalsnes.
- Dalsnes leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með ábyrgri nýtingu auðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi.
- Dalsnes samstæðan leitast við að draga úr sóun, vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun.
- Dalsnes stefnir að því að rekstur stærsta atvinnuhúsnæðisins í eigu fyrirtækisins fái græna vottun innan 2ja ára.
- Fyrirtækin innan Dalsnes samstæðunnar stuðla að umhverfisvitund starfsmanna, með skipulagðri og reglubundinni fræðslu.
- Ávallt er tekið mið af lagalegum kröfum.
- Umhverfisstefna Dalsnes er reglulega endurskoðuð af stjórnendum félagsins.
Útgefið ágúst 2022.