Samfélagið

 • Dalsnes leggur áherslu á að vinna að samþættingu samfélags, umhverfis og efnahags með sjálfbærni að leiðarljósi og skapa þannig umbætur og velmegun í samfélaginu.
 • Dalsnes starfar samkvæmt Jafnréttis- og jafnlaunastefnu og hefur sett sér Siðareglur.
 • Innnes, stærsta dótturfélag Dalsnes, er einn af stærstu matvælabirgjum Íslands. Innnes telst til þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja sem tryggir fæðuöryggi landsmanna og ber því ábyrgð á dreifingu nauðsynja um land allt. Sjá nánar: Sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð – Innnes heildverslun
 • Dótturfélög Dalsnes hafa aukið verulega við öryggisbirgðir til þess að mæta þeirri óvissu sem samfélagið stendur frammi fyrir á tímum heimsfaraldurs og nýrri stöðu í heimsmálum.
 • Innnes kýs að skipta einungis við samþykkta birgja og hefur sett sér ítarlegar kröfur um birgjasiðferði. Sjá nánar:  Siðareglur – Innnes heildverslun

Umhverfið

 • Dalsnes leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með ábyrgri nýtingu auðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi.
 • Dalsnes samstæðan leitast við að draga úr sóun, vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun.
 • Dalsnes stefnir að því að rekstur stærsta atvinnuhúsnæðisins í eigu fyrirtækisins fái græna vottun innan 2ja ára.
 • Dalsnes hefur sett sér umhverfisstefnu.

Efnahagur

 • Dalsnes samstæðan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að annast innflutning, sölu og dreifingu á matvörum sem og uppbyggingu á fasteignum til að þjónusta þá starfsemi.
 • Það er mikilvægt að Dalsnes hafi fjárhagslegan styrk til að takast á við efnahagssveiflur og til að geta stutt við framþróun á öflugan hátt. Undanfarin ár hefur Dalsnes unnið að fjárfestingum til að m.a. styðja við framþróun í þjónustu og meðferð matvæla.  Árið 2020 tók Dalsnes í notkun hátæknivöruhús, það eina sinnar tegundar á Íslandi, þar sem starfsemi Innnes fer fram.
 • Dótturfélög Dalsnes hafa aukið verulega við öryggisbirgðir til þess að mæta þeirri óvissu sem samfélagið stendur frammi fyrir á tímum heimsfaraldurs og nýrri stöðu í heimsmálum.
 • Dalsnes hefur sett sér fjárstýringarstefnu og vinnur eftir markmiðum um góða eiginfjárstöðu og lágmörkun áhættu í stýringu fjármuna.

Útgefið ágúst 2022.