Tilgangur og markmið jafnréttis- og jafnlaunastefnu Dalsnes samstæðunnar er að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að stefnt sé að enginn óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar í samstæðunni.
- Dalsnes leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs félagsins njóti sín sem best og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna fyrirtækja innan Dalsnes samstæðunnar er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu. Einnig að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni. Dalsnes skuldbindur sig til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. Dalsnes fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
- Dalsnes greiðir körlum og konum sömu laun fyrir jafnverðmæt störf og þau njóta sömu kjara og réttinda að öðru leiti.
- Dalsnes samstæðan fylgir eftir jafnréttisáætlun þar sem lögð er áhersla á að allir starfsmenn geti notið sín án tillits til kynferðis, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu hvers og eins og eigi jöfn tækifæri, óháð uppruna, trú og annara sérkenna.
- Hjá fyrirtækjum Dalsnes skal gagnkvæm virðing og kurteisi ráða ríkjum, einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Fyrirtæki innan Dalsnes samstæðunnar eru með viðbragðsteymi sem tekur á slíkum málum þegar þau koma upp.
Útgefið ágúst 2022.