Við stundum viðskipti okkar að heilindum og eftir lögum, reglum og ströngum siðferðiskröfum.

  • Við fylgjum alþjóðlegum, viðurkenndum vinnu- og mannréttindalögum eins og þau eru skilgreind í meginreglum Sameinuðu þjóðanna. Við erum staðráðin í að skapa öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi þar sem komið er fram við starfsfólk af virðingu.
  • Við kappkostum að samþætta umhverfissjónarmið í starfsemi okkar og stöðugar umbætur til að draga úr eða lágmarka skaðleg áhrif á umhverfið. Við mælumst til þess að birgjar okkar tileinki sér og framfylgi sambærilegum vinnubrögðum.  Við höfum sett okkur umhverfisstefnu.
  • Dalsnes samstæðan spornar við spillingar- og mútumálum með því að upplýsa stjórnendur um þá áhættu sem felst í slíkum málum.  Samstæðan hefur skýra viðskiptaskilmála, fer ítarlega yfir alla viðskiptavini sína áður en stofnað er til nýrra viðskipta og hefur allar greiðslur rafrænar.  Umsókn um viðskipti og viðskiptaskilmála er að finna á heimasíðum félaga samstæðunnar.
  • Við höfum sett okkur jafnréttis- og jafnlaunastefnu.

Útgefið ágúst 2022.