Sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð

Samfélagið

  • Dalsnes leggur áherslu á að vinna að samþættingu samfélags, umhverfis og efnahags með sjálfbærni að leiðarljósi og skapa umbætur í samfélaginu.
  • Dalsnes starfar samkvæmt Jafnréttis- og jafnlaunastefnu og hefur sett sér Siðareglur.
  • Innnes, stærsta dótturfélag Dalsnes, er einn af stærstu matvælabirgjum Íslands og ber ábyrgð á dreifingu nauðsynja um landið. Sjá nánar: Sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð – Innnes heildverslun.

Umhverfið

  • Dalsnes leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með ábyrgri nýtingu auðlinda.
  • Dalsnes samstæðan leitast við að draga úr sóun, vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun.

Efnahagur

  • Dalsnes samstæðan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með innflutningi, sölu og dreifingu á matvörum.
  • Dótturfélög Dalsnes hafa aukið öryggisbirgðir til að mæta óvissu í heimsfaraldri og nýrri stöðu í heimsmálum.

Útgefið ágúst 2022.